English

Baldur Hrafnkell Jónsson

Curriculum Vitae

  • Netfang
    baldurhrafnkell@gmail.com

Baldur Hrafnkell Jónsson er fæddur í Reykjavík 26. Mars 1945. Hann var við nám og störf í kvikmyndagerð í München í Þýskalandi og Kaupmannahöfn í rúm fjögur ár og tók m.a. þátt í North by Northwest sem er þekkt vinnustofa á sviði kvikmyndahandrita.

Fyrsta launaða verkefnið við kvikmyndagerð var í ágúst 1970 og því hefur hann starfað við fagið í rúm fimmtíu ár. Hann starfaði hjá Sjónvarpinu (RÚV) frá ársbyrjun 1973 sem klippari, kvikmyndatökumaður og dagskrárgerðarmaður í 12 ár. Síðan 1985 hefur hann starfað við kvikmyndagerð á eigin vegum og unnið að gerð um 200 sjónvarpsþátta, heimildamynda, stuttmynda og kvikmynda sem framleiðandi, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður og klippari.

Með öðru hefur hann einnig starfað töluvert sem kvikmyndatökumaður fyrir fréttir, bæði hjá RÚV og einnig fyrir erlendar fréttaveitur í Bandaríkjunum og Evrópu. Frá árinu 2000 til 2020 starfaði hann við kvikmyndatöku fyrir Stöð 2.
Varlega áætlað má gera ráð fyrir að á þessu tímabili hafi hann myndað rúmlega tólf þúsund fréttir fyrir fréttastofur Stöðvar 2 og RÚV.

Baldur var einn af stofnendum og í stjórn Filmkontakt Nord 1990 til 1996. Þetta er samnorræn upplýsingamiðstöð um stutt og heimildamyndir með aðsetur í Kaupmannahöfn og stendur hún m.a. að Nordisk Panorama. Hann sat á sama tíma í stjórn Evrópsku Documentary/Media áætlunarinnar til þróunar og undirbúnings heimildamynda.