English

Ása Helga Hjörleifsdóttir

Curriculum Vitae

Ása Helga Hjörleifsdóttir er íslenskur handritshöfundur og leikstjóri, en hún lauk MA prófi í kvikmyndagerð frá Columbia háskóla í New York vorið 2012, þar sem kenndi þar að auki handritagerð. Ása Helga hefur skrifað, leikstýrt og klippt fjölda stuttmynda, og ber þá helst að nefna útskriftarmynd hennar Ástarsögu. Ástarsaga var frumsýnd á RIFF 2012 þar sem hún fékk sérstaka viðurkenningu dómnefndar, og hún hefur þar að auki verið valin í alþjóðlega keppni á stuttmyndahátíðinni í Clermont-Ferrand í febrúar 2013. Ása vinnur nú að fyrstu mynd sinni í fullri lengd, en það er aðlögun hennar á Svaninum eftir Guðberg Bergsson. Það verkefni hefur fengið handritastyrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. Ása var valin til að taka þátt í New Nordic Talents dagskránni á vegum Nordisk Film Fund í September 2012, og í febrúar 2013 verður hún þáttakandi í hinum virta Berlinale Talent Campus á kvikmyndahátíðinni í Berlín.