English

Stuttur Frakki

Þegar Andrè Lamon kemur út af Keflavíkurflugvelli er enginn til að taka á móti honum, en í staðinn fær hann far til Reykjavíkur með ungri stúlku að nafni Sóley. Svo einkennilega vill til að hún er systir Rúnars, framkvæmdarstjóra tónleikanna sem hann er á leið á og er það aðeins upphaf ófara Frakkans. Þegar hann kemur á hótelið er ekki búið að taka frá herbergi handa honum, hann villist þegar hann tekur rútu út úr Reykjavík í stað þess að taka strætisvagn á tónleikana og eftir að hafa lent í ótrúlegustu óförum, ratar hann að lokum á tónleikana með hjálp Sóleyjar sem send hafði verið út á örkina að leita að honum. Eftir að hafa lagað sig til heima hjá Sóley er haldið á tónleikana, rétt í tíma til að geta hlustað á síðasta lagið. Það er Rúnari til mikils léttis og þeir hitta Konráð plötuútgefanda. En hugur Andrè Lamon snýst núna aðeins um Sóleyju sem hefur bjargað honum tvisvar og örlögin haga því svo að lokum finna þau lausn á sínum málum.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Kvikmynd
 • Frumsýnd
  6. apríl, 1993, Sambíó
 • Tegund
  Gaman
 • Lengd
  95 mín.
 • Tungumál
  Íslenska, Enska
 • Titill
  Stuttur Frakki
 • Alþjóðlegur titill
  Behind Schedule
 • Framleiðsluár
  1993
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • IMDB
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  35mm
 • Myndsnið
  1.66:1
 • Litur
 • Hljóð
  Dolby Stereo
 • Sýningarform og textar
  35mm filma án texta

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 1994
  Oldenburg International Film Festival, Germany

Útgáfur

 • Sam-myndbönd, 1994 - VHS


Stikla