English

Heimsendir

Verslunarmannahelgina 1992 er grunnskólakennarinn Einar lagður gegn vilja sínum inn á Heimsendi, afskekkta geðdeild fyrir fólk sem samfélagið hefur gefist upp á. Þar hittir hann fyrir jákvæða iðjuþjálfann Lúðvík sem á í vandræðum með dóttur sína, Álfheiði, sem langar á Þjóðhátíð í Eyjum. Í ofanálag lendir Einar í herbergi með Margeiri Orra, manni með margklofinn persónuleika sem hefur verið vistaður á stofnunum frá barnsaldri en stefnir í að vera útskrifaður bráðlega.

Einar er ósáttur við dvölina og þá gjá sem hann sér á milli sjúklinga og starfsmanna. Hann gagnrýnir ríkjandi fyrirkomulag og fær aðra vistmenn með sér í lið. Undir forystu Einars er gerð hallarbylting og úr verður nýtt lýðveldi þar sem allir fá að gera það sem þeir vilja. En frelsið er ekki án ábyrgðar og ekki líður á löngu þar til byltingin étur börnin sín.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Leikið sjónvarpsefni
 • Frumsýnd
  9. október, 2011
 • Tegund
  Gaman, Drama
 • Lengd
  360 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Heimsendir
 • Alþjóðlegur titill
  World's End
 • Framleiðsluár
  2011
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • Frumsýningarstöð
  Stöð 2
 • Fjöldi þátta í seríu
  9
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  RED
 • Litur
 • Hljóð
  Stereo

Sýningar í sjónvarpi

 • Ísland
  Stöð 2, 2011

Útgáfur

 • Samfilm, 2011 - DVD