English

Við byggjum hús

Það er verið að byggja stórt skrifstofuhús undir 20 ríkisstofnanir. Höfundur sækir um vinnu sem verkamaður og gerir heimildamynd með hamarinn í annari hendinni og upptökuvél í hinni. Meðal verkamannanna er stöðug endurnýjun. Sumir endast ekki nema daginn. Fáir lengur en í mánuð. Allar vinnufúsar hendur velkomnar og ekki spurt um reynslu eða kunnáttu. Starf verkamannanna er aðallega að hreinsa undan iðnaðarmönnunum afganga og umbúðir. Kaupið er lágt, en ótakmörkuð vinna. Nemarnir eru þrepi ofar í virðingarstiganum. Og þar fyrir ofan píparar, rafvirkjar, málarar, múrarar og smiðir. Í iðnaðarmannahópnum er fastur kjarni. Málin eru skeggrædd í kaffitímum og hlutirnir nefndir sínum réttu nöfnum. Aldrei heyrast nefnd stéttarfélög, verkföll eða barátta fyrir hærri launum. Launamálin eru tabú.

Þegar dagurinn nálgast, þegar húsið á að verða tilbúið, sjást menn jafnvel hlaupa við fót. Í öllum látunum er gerð tilraun til að króa einn og einn af. Menn standa í ýmsu. Jón ætlaði að verða söngvari. Hann er djúpur bariton eins og Presley. Stinni klifrar í Esjunni með Hjálparsveitinni. Hann segist vera varkár, en hann er alltaf að meiða sig. Anton hefur flúið átökin í Júgóslavíu og sópar rusli í Reykjavík. Þar hefur hann fundið hamingjuna. Forvitin og leitandi skyggnist myndavélin inn í heim karlanna sem byggja húsið. Og húsið verður til og menn eru stoltir af því vegna þess að þeir hafa unnið við það. Ekkert jafnast á við að búa eitthvað til sem stendur, þegar allt puðið er gleymt.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  1. maí, 2003, Háskólabíó
 • Lengd
  53 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Við byggjum hús
 • Alþjóðlegur titill
  Við byggjum hús
 • Framleiðsluár
  2003
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur
 • Litur

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2003
  Reykjavik Shorts & Docs