English

Saga úr stríðinu

Saga úr stríðinu fjallar um Nonna, 11 ára dreng, sem verður fyrir því að missa föður sinn í stríðinu árið 1944. Nonni tekur sér föðurmissinn ákaflega nærri eins og gefur að skilja. Móðir hans vinnur á kaffihúsi þar sem hún hefur kynnst Ameríkumanni að nafni John og verða þau ástfangin. Nonni verður afskaplega miður sín og þolir ekki John, þótt sá síðarnefndi sé honum ákaflega vinsamlegur. Út frá þess öllu verður mikil togstreita milli Nonna og móður hans og Nonni fer að slá slöku við námið. Hann fer einförum og hættir að leika sér með öðrum krökkum. Móðir hans og John eru ákveðin í að giftast og þar kemur að þau ákveða að flytjast til Ameríku í stríðslok.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Leikið sjónvarpsefni
  • Frumsýnd
    6. mars, 1977
  • Tegund
    Fjölskyldu- og barnamynd
  • Lengd
    30 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Saga úr stríðinu
  • Alþjóðlegur titill
    War Time Story, A
  • Framleiðsluár
    1976
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Frumsýningarstöð
    RÚV
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Upptökutækni
    16mm
  • Litur

Fyrirtæki

  • Framleiðslufyrirtæki