English

Skilaboð til Söndru

Jónas, miðaldra rithöfundur, fær einstakt tækifæri til að koma sér á kortið þegar hann semur við ítalskt kvikmyndafélag um að skrifa handrit um Snorra Sturluson. Jónas leigir sér sumarbústað á afskekktum stað til að fá næði til að skrifa og ræður til sín unga konu, Söndru, til að sjá um sig. Hann vill með því skapa sér fullkomna aðstöðu til að skrifa. En það fer ekki eins og hann ætlar.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Kvikmynd
  • Frumsýnd
    17. desember, 1983, Háskólabíó
  • Tegund
    Gaman
  • Lengd
    84 mín.
  • Tungumál
    Íslenska, Gríska, Enska
  • Titill
    Skilaboð til Söndru
  • Alþjóðlegur titill
    Message to Sandra, A
  • Framleiðsluár
    1983
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • KMÍ styrkur
  • Byggt á
    Skáldsögu
  • Titill upphafsverks
    Skilaboð til Söndru
  • Upptökutækni
    35mm
  • Myndsnið
    1.85:1
  • Litur
    Svarthvítur
  • Hljóð
    Dolby Stereo
  • Sýningarform og textar
    35mm filma með enskum textum -

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 1985
    Kvikmyndahátíð kvenna

Útgáfur

  • Bergvík, 2000 - VHS
  • Umbi s.f., 1983 - VHS