English

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin

Í september 2009 barst íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni útkall frá eyjunni Thule í Norðurhöfum. Jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter-skala hafði gjöreyðilagt borgina Cave Town þar sem 1,5 milljón manna bjuggu. Fyrir lá beiðni frá Sameinuðu þjóðunum um aðstoð í skaðalandi og brást íslenska sveitin strax við.

Í raunveruleikanum var eyjan Thule tilbúningur einn. Tilgangurinn með útkallinu var stór úttekt á vegum Sameinuðu þjóðanna þar sem þær fóru yfir stöðu og getu íslensku sveitarinnar í því skyni að skilgreina hana sem meðalstóra sveit, klára til að fara í útkall á alþjóðavettvangi, ef að kallið kæmi einhvern tíma í framtíðinni.

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin stóðst prófið með glans. En þegar úttektinni lauk og skírteinið langþráða var afhent, lét einn úttektaraðilinn þau orð falla að það væru litlar líkur á því að íslenska sveitin yrði kölluð út fyrsta kastið ef stórútköll yrðu - og engar líkur yrðu á því að sveitin yrði fyrst á vettvang. En það liðu einungis fjórir mánuðir þar til sveitin sýndi og sannaði dug sinn og viðbragðsflýti og sýndu fram á að úttektaraðilinn hafði rangt fyrir sér. Þann 12. janúar 2010 dundu hræðilegar hörmungar yfir á Haiti. Jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter lagði höfuðborgina Port au Prince í rúst.

Aðeins 23 klukkustundum eftir skjálftann, lenti flugvél með íslensku alþjóðasveitina innaborðs á flugvellinum á Haiti. Hún varð fyrsta alþjóðasveit á vettvang og fékk það hlutverk að hefja skipulagninu björgunarstarfs á Haiti. Þar reyndi á hvert einasta atriði sem æft hafði verið á úttektaræfingingunni og miklu meira en það. Við ótrúlegar aðstæður, tókst íslenskum björgunarsveitarmönnum að bjarga þremur konum á lífi úr rústunum á Haiti.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Lengd
  70 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin
 • Alþjóðlegur titill
  Ice-Sar in Haiti
 • Framleiðsluár
  2010
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur
  Nei
 • Litur

Fyrirtæki