English

Konsúll Thomsen keypti bíl

Bíllinn er hluti af menningu nútímans og hefur fylgt íslensku þjóðinni á mesta framfaraskeiði hennar og átt stóran þátt í því.
Íslendingar litu bílinn strax öðrum augum en nágrannaþjóðirnar. Erlendis voru það kóngar og fyrirmenn sem áttu fyrstu bílana og fóru í skógarferðir með matarkörfu á sunnudögum, en hér sáu menn þá strax sem brúkstæki til flutninga á fólki og farangri. Fyrsti bíllinn var ávallt kallaður Thomsenbíllinn eftir Ditlev Thomsen kaupmanni sem flutti bílinn hingað til lands með tilstyrk Alþingis. Bíllinn var keyptur notaður frá Danmörku og reyndist fremur illa við íslenskar aðstæður. Í myndinni er saga bílsins á Íslandi sögð allt frá upphafi samgangna til vorra daga.

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Lengd
  50 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Konsúll Thomsen keypti bíl
 • Alþjóðlegur titill
  Consul Thomsen Bought A Car
 • Framleiðsluár
  1990
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • Vefsíða
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  Betacam
 • Litur

Fyrirtæki

Sýningar í sjónvarpi

 • Ísland
  RÚV, 1992
 • Ísland
  RÚV, 1996