English

Iceland Food Centre

Þetta er mynd um hvernig lítið land vill sigra heiminn með stórar hugmyndir. Það var Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur sem fann harmsögu Iceland Food Centre í skjalageymslum Fármálaráðuneytisins. Þessi fyrsta íslenska útrás vakti forvitni hennar, veitingastaður í hjarta London og íslenska ríkið aðaleigandi. Markmiðið var háleitt, að kynna íslenskan mat og matargerð fyrir íbúum heimsborgarinnar. Staðurinn opnaði eftir þriggja mánaða seinkun vegna rándýrra breytinga á húsnæðinu, í desember 1965. Haldin var vegleg opnunarveisla, en reksturinn gekk frá upphafi mjög illa. Í lok árs 1966 var skipt um framkvæmdastjóra og eftir það fór reksturinn endanlega í vaskinn. Indverskur kokkur bar fram hangikjöt með frönskum kartöflum og kvörtunum rigndi yfir starfsfólkið. Staðnum var svo lokað í júní 1967 og ríkið sat uppi með ærinn kostnað.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  24. apríl, 2011
 • Lengd
  80 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Iceland Food Centre
 • Alþjóðlegur titill
  Iceland Food Centre
 • Framleiðsluár
  2011
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur

Fyrirtæki