English

Liljur vallarins

Séra Gunnar Kristjánsson kemur í Kjósina, sem er 200 manna samfélag í skjóli við Esjuna. Gunnar er með róttækar hugmyndir frá Evrópu um frið og náttúruvernd. Í hans huga eru þær nátengdar kenningum Jesú frá Nasaret og boðskap Biblíunnar. Í sókninni eru ekki allir á einu máli um það.

Er hægt að planta náttúruvernd eða sá friði úr prédikunarstólnum þegar kirkjusókn er ekki meiri en raun ber vitni? Getur presturinn hjálpað sóknarbörnunum að verða betri manneskjur? Eflir trúin virðingu manna fyrir sköpunarverkinu og góðu mannlegu samfélagi? Er náttúran heilög eins og lífið? í fagurri sveit vakna spurningar sem vert er að gefa gaum. Séra Gunnar berst fyrir málstað mannúðar, friðar og náttúru með þeirri dyggð sem honum finnst duga best, hófseminni.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    14. október, 2010, Bíó Paradís
  • Lengd
    53 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Liljur vallarins
  • Alþjóðlegur titill
    Liljur vallarins
  • Framleiðsluár
    2010
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Litur

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2010
    Skjaldborg