English

Burkina Faso 8600 km

Trúboðar frá Íslandi leita leiða til að fjármagna áfram skólastarf á vegum ABC barnahjálpar eftir að kreppan er skollin á Íslandi. Hjónin Hinrik og Gullý kaupa tvo notaða jeppa í Reykjavík og flytja þá með skipi til Rotterdam. Því næst hefst 8600 km akstur til Burkina Faso í Vestur-Afríku sem er þriðja fátækasta ríki heims. Þetta er ferðasaga fólks sem ekur þúsundir kílómetra og tekst óhikað á við ljónin í veginum - til að mega leggja sitt af mörkum til hjálparstarfs.

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Lengd
    49 mín.
  • Titill
    Burkina Faso 8600 km
  • Alþjóðlegur titill
    Burkina Faso 8600 km
  • Framleiðsluár
    2010
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Litur

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2010
    Skjaldborg