English

Marteinn

Marteinn er veitingahúsahúsaeigandi og kokkur. Þættirnir eiga sér stað á veitingastað hans, sem og heima hjá honum og eiginkonu hans Elísabetu, sem leikin er af Eddu Björgu Eyjólfsdóttur.

Elísabet er mikil kjarnakona en reynist þó stundum erfitt að eiga við eiginmann sinn sem er frekaður lokaður, nema einna helst í svefnherberginu. Besti vinur Marteins, Lárus Páll, sem leikinn er af Kjartani Guðjónssyni, er eins ólíkur Marteini og hugsast getur. Lárus Páll er leikari sem í hjarta sínu trúir því að hann sé mjög fær í sínu starfi. Hann er einn um þá skoðun. Petra systir Elísabetar og þjóninn Eva krydda svo söguþráðinn með sprenghlægilegum innkomum og óvæntum uppákomum.

Þáttaröðin er skrifuð af Bjarna Hauki Þórssyni sem þarf vart að kynna hér á landi eftir sigurgöngu sína með leikritin Hellisbúann og Pabbann, auk þess sem hann hefur leikstýrt mörgum vinsælum leikhúsuppfærslum á Norðurlöndunum á síðastliðnum árum.

Um myndina

  • Flokkur
    Leikið sjónvarpsefni
  • Frumsýnd
    6. nóvember, 2009
  • Tegund
    Gaman
  • Lengd
    200 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Marteinn
  • Alþjóðlegur titill
    Marteinn
  • Framleiðsluár
    2009
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
  • Litur

Fyrirtæki