English

Saga af stríði og stolnum gersemum

14. nóvember 1940 gerðu 500 þýskar sprengjuflugvélar loftárás á borgina Coventry í Englandi. Þessi árás var ein sú mesta sem gerð var á enska borg í styrjöldinni. Dómkirkja borgarinnar, að stofni til frá 12 öld, var gjöreyðilögð. En áður en stríðið skall á höfðu verðmætum gluggum kirkjunnar verið komið fyrir óöruggri geymlu utan borgarinnar. Þessi árás varð upphafið að atburðarás sem teygði anga sína til Íslands. Sögulegum kirkjugluggum dómkirkjunnar var stolið og fjöldi þeirra kom síðar fram í íslenskum kirkjum.

Í heimildakvikmyndinni, Saga af stríði og stolnum gersemum, er málið rannsakað og saga sem hefur verið sveipuð helgisögnum og rangfærslum, öll sögð í fyrsta sinn.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  31. október, 2010
 • Lengd
  52 mín.
 • Tungumál
  Íslenska, Enska
 • Titill
  Saga af stríði og stolnum gersemum
 • Alþjóðlegur titill
  Spoils of War: The Saga of the Coventry Stained Glass Windows
 • Framleiðsluár
  2010
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  HDV
 • Myndsnið
  16:9
 • Litur

Fyrirtæki