English

Höllin

Heimildamyndin Höllin fangar andrúmsloftið í einni af þekktari byggingum Reykjavíkur, Sundhöll Reykjavíkur, sem hefur í áratugi verið samastaður og athvarf eldri borgara sem búa í nágrenninu. Við beinum sjónum okkar að daglegu amstri í Höllinni og þeim litríku karakterum sem sækja hana heim.

Vegna stórs hóps tryggra fastagesta og hás starfsaldurs starfsmanna Hallarinnar, eru skilin milli gesta og starfsmanna óskýr. Hópur karla bíður við dyrnar á hverjum morgni, þar til opnað er. Hlutverk þeirra er að hella upp á kaffi á meðan starfsfólk býr sig undir daginn. Starfsfólkið þekkir venjur gestanna og verður vart við ef einhvern vantar í hópinn. Meðalaldur gestanna er hár og því má segja að það að fanga stemninguna og hitta fyrir marga fastagestanna, hafi verið kapphlaup við tímann. Myndin er því heimild um tíma og fólk sem brátt nýtur ekki lengur við. Hún gefur áhorfandanum líka þá tilfinningu að tíminn í Höllinni standi kyrr, að þar sé annar heimur.

Myndin er saga um venjur og endurtekningu. Sögumenn okkar, starfsfólk og gestir, eru sál hússins og myndin sjálf er óður til Hallarinnar og þess fólks sem á Höllina fyrir samastað. Áhorfandinn kynnist fólkinu, sögum þess, af hverju það sækir Höllina og hvaða þýðingu hún hafi fyrir þeim. Sagan er knúin áfram af persónunum sjálfum sem við hittum fyrir þegar við föngum hvunndaginn í Höllinni - og meginþemu myndarinnar eru öldrun, líf og dauði.

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  25. september, 2010
 • Lengd
  52 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Höllin
 • Alþjóðlegur titill
  Palace, The
 • Framleiðsluár
  2010
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • IMDB
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  HDV
 • Myndsnið
  16:9
 • Litur
 • Hljóð
  Stereo

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2011
  Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd sem heimildarmynd ársins.
 • 2011
  Nordische filmtage Lubeck
 • 2010
  Reykjavík International Film Festival