Viktor
Aðalpersónan er Viktor, ungur og myndarlegur stöðumælavörður, sem er að mati starfsbræðra sinna sá heiðarlegasti í bransanum. Hann á í ástarsambandi við starfsfélaga sinn, konu sem er orðin þreytt á því að fá aðeins að sofa hjá honum þegar hann hefur fengið sér neðan í því. Viktor dreymir dagdrauma um fagra sýningarstúlku og eina skiptið sem hann sleppir því að sekta bílstjóra er þegar hann gerir sér grein fyrir að bílinn sem hann er búinn að festa sektarmiða á er eign sýningarstúlkunnar. Inn í söguna af Viktori er blandað lífi annarra stöðumælavarða og yfirmanns, viðhorfum þeirra og heiðarleika. Þá koma einnig við sögu bílstjóri bankastjóra sem stundar spilakassa og tískusýningarstúlkan fyrrnefnda sem ekki reynist sú góðumborna vera sem Viktor hélt.
Aðstandendur og starfslið
-
Leikstjórn
-
Handrit
-
Stjórn kvikmyndatöku
-
Klipping
-
Tónlist
-
Aðalframleiðandi
-
Búningar
-
Byggt á sögu eftir
-
Framkvæmdastjórn
-
Förðun
-
Hár
-
Hljóð
Um myndina
-
FlokkurStuttmynd
-
TegundGaman
-
Lengd28 mín. 35 sek.
-
TungumálÍslenska
-
TitillViktor
-
Alþjóðlegur titillVictor
-
Framleiðsluár2000
-
FramleiðslulöndÍsland
-
KMÍ styrkurJá
-
UpptökutækniSP betacam
-
LiturJá
Leikarar
-
Aðalhlutverk
-
Aukahlutverk
Fyrirtæki
-
Framleiðslufyrirtæki
-
Í samvinnu við
Sýningar í sjónvarpi
-
ÍslandRÚV, 2000