English

Björgunarafrekið við Látrabjarg

Myndin segir frá frækilegri björgun heimamanna á Látrum og nágrenni, af breskum skipbrotsmönnum af togaranum Dhoon, 12. desember árið 1947. Sjaldan hefur verið unnið annað eins björgunarafrek og þarna er lýst og ekki má vanmeta afrek kvikmyndagerðarmannsins sem kom því á filmu. Aðdragandinn að myndinni er sá að einn heimamanna á Vestfjörðum, hafði samband við Óskar, eftir strand Dhoons við Látrabjarg og stakk upp á því að björgunarafrekið yrði sett á svið og kvikmyndað. Ekki fékk Óskar viðbrögð við beiðni sinni um fjárstyrk til myndgerðarinnar en í samvinnu við heimamenn tókst honum að koma þessu í höfn.

Það var svo ári síðar, í lok nóvember, að sviðssetningin fór fram í Kollsvík vestra. Meðan tökur stóðu yfir bárust boð um að raunverulegt strand hefði orðið undir Hafnarmúla í Örlygshöfn. Þar hafði strandað, í aftaka veðri, breski togarinn Saragon. Tóku menn upp tæki sín og hröðuðu sér til Patreksfjarðar þar sem þeim tókst að bjarga sex mönnum af áhöfn togarans en ellefu fórust. Munu þeir sem létust hafa króknað úr kulda.

Þannig bar það til að kvikmynd Óskars varð jafn raunveruleg og raun ber vitni því ekki var um sviðsetningar að ræða á þeim atriðum sem sýna sjálfa björgunina. Myndin var gefin út á fjölda tungumála og fékk dreifingu víða um heim.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Lengd
  50 mín.
 • Titill
  Björgunarafrekið við Látrabjarg
 • Alþjóðlegur titill
  Latrabjarg Rescue, The
 • Framleiðsluár
  1949
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • IMDB
 • KMÍ styrkur
  Nei
 • Litur
  Svarthvítur

Þátttaka á hátíðum

 • 2016
  Ultima Thule, ýmsir sýningarstaðir, Pólland