English

Great Northern Documentary, The

Hér er á ferðinni heimildamynd um för rokkhljómsveitarinnar Mínus til Los Angeles veturinn 2006. Hljómsveitin dvaldi í Sound Factory Studios í Hollywood ásamt Grammy-verðlaunahafanum Husky Höskulds og hinum þekkta upptökustjóra Joe Barresi, sem hefur meðal annars stjórnað upptökum hjá Queens of the Stone Age og Tool. Í myndinni er fylgst með upptökuferlinu á The Great Northern Whalekill, ásamt því að rætt er við hljómsveitarmeðlimi, vini þeirra og samstarfsmenn í Los Angeles. Þetta er hröð og skemmtileg mynd um upptökuferli plötu hljómsveitarinnar og sýnir Mínus í öðru ljósi en áður hefur sést, það er að segja hvernig þeir vinna í hljóðveri og hvernig þeir eyða tíma sínum utan þess.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Tegund
  Tónlistarmynd
 • Lengd
  46 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Great Northern Documentary, The
 • Alþjóðlegur titill
  Great Northern Documentary, The
 • Framleiðsluár
  2008
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur
  Nei
 • Litur

Leikarar