English

Villiljós

Það er kvöld í Reykjavík. Lífhræddur líkbílstjóri ekur stefnulaust um borgina eftir að kærastan sagði honum upp. Hann ýmist rífst við páfagaukinn sinn eða leitar félagsskapar í látnum farþega og rembist jafnframt við að hætta að reykja til að sanna að hann geti enn tekið ákvarðanir og staðið við þær.

Þrjár ófrískar unglingsstúlkur sitja inni í spilasal og ræða saman um móðurhlutverkið og það sem framundan er. Á meðan að innra með þeim vex nýtt líf er margt í þeirra eigin umhverfi að breytast eða þurrkast út. Þær vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga og íhuga hvort þær eigi að gangast við breyttum aðstæðum eða ekki.

Ungt par sem horfist í augu við allt nema hvort annað reynir að viðhalda glóðinni í sambandinu með því að trúlofa sig á fínum veitingastað. Rómantíkinni er skyndilega svipt í burtu þegar miðaldra hjón birtast við borð þeirra í leit að félagsskap. Umræður fjórmenningana taka að snúast um nakinn og niðurdrepandi raunveruleikann, játningar, særindi og svívirðingar taka við af sykursætum orðaleikjum.

Hljómsveit situr í flugvél á leið til Reykjavíkur eftir síðasta balltúr. Höfuð bandsins er lifuð, fertug poppstjarna sem hangir í heimsfrægðardraumum eins og hundur á roði. Það skapast upplausnarástand meðal hljómsveitarliða þegar söngvarinn ákveður að hætta og fara að sinna kærustu og væntanlegu barni sínu. Hótanir fjúka í hita leiksins og í flugstjórnarklefanum er ástandið lítið betra.

Ungur fullkomnunarsinni kemur að kærustunni í rúminu með blindum manni. Hún hafði hjálpað honum yfir götu og síðan leitt hann upp í rúm. Kærastinn gerir sig líklegan til að henda honum út en endar á því að sitja undir stýri, ringlaður og niðurbrotinn með blinda manninn aftur í og kærustuna við hlið sér – á leiðinni að keyra þann blinda heim.

Þetta eru fimm sögur, fléttaðar saman í eina mynd.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Kvikmynd
 • Frumsýnd
  19. janúar, 2001
 • Tegund
  Drama, Gaman
 • Lengd
  80 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Villiljós
 • Alþjóðlegur titill
  Dramarama
 • Framleiðsluár
  2001
 • Framleiðslulönd
  Ísland, Noregur, Þýskaland
 • IMDB
 • Vefsíða
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  35mm
 • Myndsnið
  1.85:1
 • Litur
 • Hljóð
  Dolby
 • Sýningarform og textar
  35mm filma með enskum textum -

Þátttaka á hátíðum

 • 2001
  Göteborg Film Festival
 • 2001
  Haugasund
 • 2001
  Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd sem Bíómynd ársins.Tilnefnd fyrir handrit ársins (Huldar Breiðfjörð). Tilnefnd fyrir leikari ársins í aukahlutverki (Björn J. Friðbjörnsson).
 • 2001
  Nordic Film Days, Lübeck

Útgáfur

 • Háskólabíó, 2001 - VHS