English

Járnkrossar: Ættargrafreiturinn á Mýrum

Sagan hefst í kirkjugarðinum á Mýrum í Dýrafirði. Sigrún, kennari úr Reykjavík (sögumaður), stendur við ættargrafreit forfeðra sinna. Grafreiturinn er í niðurníðslu og hrópar á sögumann að gera eitthvað í málunum. Þar liggur fallegur brotinn járnkross á leiði ungs drengs sem dó um miðja nítjándu öld. Sögumaður kynnir sér sögu járnminnismerkja með því að ræða meðal annars við Gunnar Bollason sagnfræðing og með því að skoða járnminnismerki í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu í Reykjavík, á Hvalsnesi og víðar. Gert er við krossinn á Mýrum og sér Kristján Gunnarsson í Vélsmiðjunni á Þingeyri um verkið. Vélsmiðjan og vinnubrögðin við handverkið eru því sem næst óbreytt frá 1913 þegar Vélsmiðjan var stofnuð. Myndin endar á að járnminnismerkið er sett upp í ættargrafreitnum á Mýrum.

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    7. júní, 2010, Háskólabíó
  • Lengd
    44 mín. 42 sek.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Járnkrossar: Ættargrafreiturinn á Mýrum
  • Alþjóðlegur titill
    Iron Cross at Mýrar Cemetery, The
  • Framleiðsluár
    2010
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Frumsýningarstöð
    RÚV
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    HDcam
  • Myndsnið
    16:9
  • Litur
  • Hljóð
    Stereo