English

Síðustu orð Hreggviðs

Hreggviður heitir maður og honum finnst Mogginn vera orðinn alltof frjálslyndur og að blaðið hafi svikið sjónarmið öfgahægrimanna. Hreggviður svarar einum leiðara ritstjórans, en deyr svo áður en greinin fær birtingu. Eftir að ritstjórinn fréttir af andláti Hreggviðs, í lyftu Morgunblaðshússins, telur hann best að birta ekki grein hans. Hreggviður var þó í lifanda lífi stríðsmaður Kalda stríðsins og eyddi ævi sinni í að berjast á móti kommúnismanum. Áður fyrr taldi hann ritstjórann til bandamanna en snérist svo gegn honum. Hann gengur því aftur og vill fá greinina birta. Hann byrjar að ásækja ritstjórann á heimili hans og svo blandast miðlar inn í spilið. Sú spurning vaknar upp um hvort þjóðin sé ekki að láta stjórnast af skoðunum sem heyra sögunni til þegar dauðir menn hafa enn áhrif á pólitík.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Stuttmynd
  • Frumsýnd
    14. maí, 2004
  • Tegund
    Drama
  • Lengd
    21 mín. 20 sek.
  • Titill
    Síðustu orð Hreggviðs
  • Alþjóðlegur titill
    Last Words of Hreggviður
  • Framleiðsluár
    2004
  • KMÍ styrkur
  • Litur
  • Hljóð
    Mono
  • Sýningarform og textar
    SP Beta, enskir textar.

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2009
    Nordisk Panorama
  • 2005
    Tehran International Short Film Festival
  • 2004
    Shorts & Docs
  • 2004
    Nordisk Panorama - Verðlaun: Canal + prize
  • 2004
    Clermont Ferrand
  • 2004
    Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd sem stuttmynd ársins.