English

Hver var Jónas?

Það er gott fyrir okkur Íslendinga að vera minnt á eigin sögu, ekki síst á tímabilið er baráttan fyrir sjálfstæði var í algleymingi. Margir telja að Jónas hafi öðrum fremur haft áhrif á þá baráttu með því að blása Íslendingum ættjarðarást í brjóst. Í myndinni er leitast við, á lifandi og léttan hátt, að varpa ljósi á hinar mörgu hliðar Jónasar og því sem hann áorkaði á sinni skömmu ævi - ekki síst er leitast við að varpa ljósi á þann mann sem Jónas hafði að geyma. Myndin byggir á frásögnum ýmissa manna sem og fræðimanna, ásamt leiknum viðtölum við samtíðarmenn og vini Jónasar Hallgrímssonar. Við það fléttast leikin atriði úr lífi hans hér heima og í Kaupmannahöfn og sviðsettar eru skemmtilegar sögur tengdar Jónasi.

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Lengd
    79 mín. 36 sek.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Hver var Jónas?
  • Alþjóðlegur titill
    Hver var Jónas?
  • Framleiðsluár
    2007
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
  • Litur

Útgáfur

  • Lífsmynd Valdimar Leifsson ehf kvikmyndagerð, 2008 - DVD