English

Ein stór fjölskylda

Myndin segir frá misheppnuðu sambandi Jónasar Þórs við dekurrófuna Maríu. Þau búa í kjallara hjá velstæðum foreldrum Maríu og Jónas er sölumaður fyrir fiskútflutningsfyrirtæki sem faðir Maríu rekur. Hann er undir oki tengdaföður síns sem lætur hann vinna í fyrirtækinu á allt of lágum launum. Móðir Maríu notar hann við heimilisstörfin og kærastan gerir lítið annað en að niðurlægja hann. Jónas ákveður því að slíta sambandinu við Maríu og flytja út frá fjölskyldunni, ásamt hundinum sínum Lilju Rós. Hann leigir sér lítið herbergi úti í bæ og fer að lifa lífinu á krítarkorti tengdaföðurs síns.

Um myndina

  • Flokkur
    Kvikmynd
  • Frumsýnd
    1. mars, 1995
  • Tegund
    Drama, Gaman
  • Lengd
    85 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Ein stór fjölskylda
  • Alþjóðlegur titill
    One Family
  • Framleiðsluár
    1995
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    Super 16mm
  • Myndsnið
    1.85:1
  • Litur
  • Hljóð
    Dolby Stereo SR
  • Sýningarform og textar
    35mm filma án texta -

Fyrirtæki

Sýningar í sjónvarpi

  • Ísland
    RÚV, 1995

Útgáfur

  • Háskólabíó, 1997 - VHS