English

Steypa

Ásmundur hellir Pepsí í Fanta-flöskur og spyr sig „Hvað er list?“ Hann stingur upp á að það sé það sem listamaður geri. Með það til hliðsjónar er áhersla heimildamyndarinnar á það ferli sem listamennirnir ganga í gegnum áður en verk þeirra verða að veruleika. Gabríela hendir í deig og smellir á andlitið á sér, Margrét heillast af hulsum og pakkningum í Mosfellsbæ, Huginn klippir af sér hárið og lætur búa til hárkollu, Unnar stelur afleggjurum á elliheimili, Gjörningaklúbburinn endurskapar stjörnuhiminn Van Goghs úr lakkrísafgöngum, Katrín smíðar lítið hús til þess eins að henda því fram af stærra húsi. Hvað liggur að baki? Á þetta erindi við okkur hin?

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    3. október, 2007
  • Lengd
    67 mín. 18 sek.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Steypa
  • Alþjóðlegur titill
    Steypa
  • Framleiðsluár
    2007
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    Mini DV
  • Myndsnið
    16:9
  • Litur
  • Hljóð
    Stereo

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2009
    Nordox 2009, Bejing

Útgáfur

  • LoFi Productions, 2007 - DVD