Lystin að lifa
Myndin segir á hispurslausan hátt frá baráttu 18 ára íslenskrar stúlku við lystarstol og lotugræðgi. Arna Þórsdóttir hefur verið veik í sex ár og lýsir á einlægan hátt upphafi sjúkdómsins, innlögn á BUGL (barna- og unglingageðdeild) og hvernig hún þróaði með sér lotugræðgi eftir að hafa barist við lystarstol. Í myndinni er jafnframt fjallað um áhrif sjúkdómsins á fjölskyldu og vini. Lotugræðgi og lystarstoli hefur verið lýst sem erfiðustu og illlæknanlegustu geðsjúkdómum sem hægt sé að fá. Talið er að nokkur þúsund manns þjáist af átröskun hér á landi og fer tilfellum fjölgandi. Lystin að lifa veitir innsýn í hinn hulda heim átraskanna og er jafn fræðandi og hún er átakanleg. Á meðan tökum stóð ætlaði Arna að ná bata. Nær hún að losna úr viðjum sjúkdómsins?
Lystin að lifa er fyrsta heimildarmynd Berghildar Erlu Bernharðsdóttur og Ástu Sólar Kristjánsdóttur.
Aðstandendur og starfslið
-
Leikstjórn
-
Handrit
-
Stjórn kvikmyndatöku
-
Tónlist
-
Eftirvinnsla hljóðs
Um myndina
-
FlokkurHeimildamynd
-
Frumsýnd13. október, 2007
-
Lengd29 mín. 2 sek.
-
TungumálÍslenska
-
TitillLystin að lifa
-
Alþjóðlegur titillLystin að lifa
-
Framleiðsluár2007
-
FramleiðslulöndÍsland
-
KMÍ styrkurNei
-
LiturJá
-
HljóðStereo
Fyrirtæki
-
Framleiðslufyrirtæki
-
Styrkt af
Útgáfur
- Bergsól, 2007 - DVD