Börn til sölu
Börn til sölu er heimildarmynd um mansal á stúlkubörnum í Kambódíu þar sem á hverju ári eru tugþúsundir ungra stúlkna seldar í þrælkunarvinnu, kynlífsánauð og vændi. Í þessari heimildarmynd er fylgst með lífi nokkurra slíkra stúlkna. Rætt er við stúlkur sem eru í kynlífsánauð, stúlkur sem tekist hefur að bjarga og hjálparstarfsmenn í Kambódíu. Kabódíska þjóðin er enn að jafna sig eftir mikið blóðbað á seinni hluta síðustu aldar þar sem fjórðungur þjóðarinnar var tekinn af lífi. Innviðir samfélagsins, eins og heilbrigðis- og menntakerfi, eru laskaðir og spilling mikil. Fimmtungur þjóðarinnar er ólæs og sorglega lágt hlutfall barna gengur í skóla. Helmingur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum og fátækar fjölskyldur í afskekktum þorpum á landsbyggðinni eru berskjaldaðar fyrir mansalinu og meðal annarra er fylgst með einni slíkri.
Aðstandendur og starfslið
-
Leikstjórn
-
Handrit
-
Stjórn kvikmyndatöku
-
Klipping
-
Tónlist
-
Aðalframleiðandi
-
Hljóðhönnun
-
Sögumaður
-
Umsjón með eftirvinnslu
-
Þýðing
Um myndina
-
FlokkurHeimildamynd
-
Frumsýnd21. apríl, 2009
-
Lengd50 mín. 38 sek.
-
TungumálEnska, Íslenska
-
TitillBörn til sölu
-
Alþjóðlegur titillChildren for Sale
-
Framleiðsluár2009
-
FramleiðslulöndÍsland
-
FrumsýningarstöðRÚV
-
KMÍ styrkurNei
-
UpptökutækniHDV
-
Myndsnið16:9
-
LiturJá
-
HljóðStereo