Rajeev Revisited
Rajeev revisited er heimildamynd sem fjallar um ferð Birtu til Indlands í brúðkaup Rajeevs, æskuvinar síns. Átta ár eru liðin frá því þau hittust síðast, þegar Birta leitaði Rajeev uppi á Indlandi og fann hann við dapurlegar aðstæður. Greinilegt er að margt hefur breyst á þeim tíma í lífi þeirra beggja. Í gegnum viðfangsmikið brúðkaup Rajeevs varpar myndin ljósi á þann gríðarlega menningarmun sem æskuvinirnir Birta og Rajeev búa við í dag. Óhætt er að segja að Birta stingi í stúf á meðal fíla og hindúa í þessu litríka brúðkaupi á Suður-Indlandi. Einlæg mynd um vináttu sem nær yfir höf, heimsálfur og ólíka menningarheima.

Aðstandendur og starfslið
-
Leikstjórn
-
Stjórn kvikmyndatöku
-
Klipping
-
Tónlist
-
Aðalframleiðandi
-
Meðframleiðandi
-
Aðstoðarleikstjórn
-
Aðstoð við framleiðslu
-
Hljóð
Um myndina
-
FlokkurHeimildamynd
-
Frumsýnd9. október, 2009, Regnboginn
-
Lengd50 mín.
-
TitillRajeev Revisited
-
Alþjóðlegur titillRajeev Revisited
-
Framleiðsluár2009
-
Vefsíða
-
KMÍ styrkurNei
-
LiturJá
-
HljóðStereo
Fyrirtæki
-
Framleiðslufyrirtæki