English

Sigtið með Frímanni Gunnarssyni

1. þáttur fjallar um dauðann. Frímann er við dauðans dyr eftir að hafa kafnað á kjötkúlu Kristjáns og í þættinum ræðir hann m.a. við miðil.

2. þáttur fjallar um listamanninn. Frímann fjallar um listamanninn Stein Finn Brandsson, bróðir hins þekkta tónlistarmanns Kára Brands.

3. þáttur fjallar um þráhyggjur og áráttur. Í þættinum hittir Frímann nokkra sjúklinga Brands Árnasonar, m.a. snertifíkil og lygafíkil.

4. þáttur fjallar um að vera í skugga trúðsins. Frímann ræðir við syni Kralla trúðs. Tveir þeirra hafa tekið arfleið Kralla inn í störf sín sem sálfræðingur og læknir, en sá þriðji hefur aðra skoðun á þeim gamla.

5. þáttur fjallar um glæpi og refsingu. Frímann kannar undirheimanna, ræðir við fyrrum handrukkara og hann, ásamt Grétari Boga, aðgætir hversu erfitt það sé að smygla eiturlyfjum til landsins.

6. þáttur fjallar um líf og stíl. Í þættinum eyðir Frímann degi með smekkmönnunnum Finna og Sjonna og kynnist góðri hönnun.

7. þáttur fjallar um fordóma. Fordóma þarf að uppræta, Frímann gerir sitt besta til þess að minnka fáfræðina sem veldur fordómum, m.a. með því að kynna sér hvernig það er að vera í hjólastól.

8. þáttur heitir „Með Frímanni Gunnarssyni“. Þættinum er beint að Sigtinu sjálfu og Grétar Bogi fjallar um smekkmanninn Frímann Gunnarsson.

Um myndina

 • Flokkur
  Leikið sjónvarpsefni
 • Frumsýnd
  9. mars, 2006
 • Tegund
  Gaman
 • Lengd
  200 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Sigtið með Frímanni Gunnarssyni
 • Alþjóðlegur titill
  Sigtið
 • Framleiðsluár
  2006
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • Frumsýningarstöð
  SkjárEinn
 • Fjöldi þátta í seríu
  8
 • IMDB
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  DVCAM
 • Litur

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2006
  Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefndur fyrir Leikið sjónvarpsefni ársins.

Útgáfur

 • Sigtið ehf, 2006 - DVD