English

Skoppa og Skrítla í bíó

Skoppa og Skrítla eru boðnar í heimsókn til Lúsíar bestu vinkonu þeirra. Þær hafa aldrei sótt hana heim og því tekur það smá leit að finna heimili hennar. Lúsí er nefnilega engin venjuleg vinkona sem býr í venjulegu húsi, heldur býr hún í töfrakistu langt, langt uppi í sveit. Lúsí veit ekki aðeins allt milli himins og jarðar heldur lumar hún á ótrúlegustu hlutum. Heima hjá Lúsí finna Skoppa og Skrítla forláta sirkusspiladós sem er þeim göldrum gædd að ef þú óskar þér nógu heitt, þá dettur þú inn í spiladósina og lendir í ævintýrum. Þetta finnst Skoppu óneitanlega freistandi og henni tekst að komast inn í spiladósina en hefur svo ekki hugmynd hvernig komast eigi til baka. Lúsí og Skrítla taka því til sinna ráða við að reyna að endurheimta Skoppu. Upphefst mikill eltingaleikur sem berst frá einum stað til annars þar sem margir kynlegir kvistir verða á veginum s.s. Bakari Svakari sem bakar eintóm vandræði á ströndinni, gullfiskur í leit að vinum, álfar, dýr og trúðar svo fátt eitt sé nefnt. Söngur og dans skipa stóran sess eins og ávallt hjá þeim vinkonum Skoppu og Skrítlu og auðvitað endar allt vel að lokum.

Um myndina

  • Flokkur
    Stuttmynd
  • Frumsýnd
    21. desember, 2008
  • Tegund
    Fjölskyldu- og barnamynd
  • Lengd
    56 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Skoppa og Skrítla í bíó
  • Alþjóðlegur titill
    Skoppa and Skritla - The Movie
  • Framleiðsluár
    2009
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • KMÍ styrkur
  • Litur

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2010
    Caroussel Rimouski International Film Festival
  • 2010
    Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd fyrir barnaefni ársins.
  • 2009
    Goelali Children‘s Film Festival
  • 2009
    Oulu International Children‘s Film Festival

Útgáfur

  • Iðnaðarráðuneytið, 2009 - DVD