English

Ómur af söng

Aðalpersónan í myndinni er Guðný Þórðardóttir, heillandi 93 ára gömul kona á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún segir rottusögur frá heimaslóðum á Norðfirði, málar og syngur í kórnum, áformar að setja á svið leikþátt og leiða aðalhlutverkið. Við kynnumst Sigurði Ólafssyni sem segist vera kominn í Paradís og Klöru Tryggvason sem fær sínar heimsóknir í pökkum og símtölum, því flest barna hennar búa erlendis. Við lítum inn til Leifs Eiríkssonar sem breytir athöfninni að búa um rúmið sitt í leikfimiæfingar. Guðný hefur ekki lært nema Faðir vorið og Biblíusögurnar, en hún hefur næma frásagnargáfu og býr yfir visku kynslóðanna. „Afhverju má ekki tala um dauðann?“, segir hún. „Barnabörnin spyrja mig: Amma, ertu viss um að þú verðir hjá Guði? Ég svara: Já ég er alveg viss um það“.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Lengd
  58 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Ómur af söng
 • Alþjóðlegur titill
  Songbirds
 • Framleiðsluár
  2005
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur
 • Litur

Fyrirtæki

Útgáfur

 • Kvikmynd, 2005 - DVD
 • Kvikmynd, 2005 - VHS