English

Heimsmethafinn í vitanum

Einn af elstu vitum landsins, Stórhöfðaviti, er talinn veðraversta veðurstöð landsins. Þar ræður ríkjum Óskar J. Sigurðsson sem hefur stundað veðurathuganir frá 1952. Auk þess hefur Óskar vitavörður sett heimsmet í fuglamerkingum. Hann hefur merkt yfir 88 þúsund fugla og er enn að. Óskar er síðasti vitavörðurinn á Íslandi enda hafa tölvur og tæki gegnum árin yfirtekið starfsvettvang vitavarða. Starfsemin í Stórhöfða er aftur á móti ennþá svo fjölbreytt að það er óhugsandi að þar verði ekki áfram spáð í veður, fuglar merktir, þeim hjúkrað og fylgt eftir á ferðum sínum um heiminn.

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  19. júní, 2009
 • Lengd
  52 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Heimsmethafinn í vitanum
 • Alþjóðlegur titill
  World Record Holder in the Lighthouse, The
 • Framleiðsluár
  2009
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  Digibeta Pal
 • Myndsnið
  16:9
 • Litur

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2009
  Uppsala International Short Film Festival