English

Þetta er ekkert mál

Orð eru nær óþörf þegar kemur að kynningu Jóns Páls Sigmarssonar - eins virtasta og dáðasta íþróttamanns í sögu Íslands. Hvar sem hann drap niður fæti vakti hann mikila athygli fyrir sterkan persónuleika og geislandi framkomu. Í myndinni, Þetta er ekkert mál, er farið yfir víðan völl og skyggnst inn í líf Jón Páls.

Rakin er saga hans allt frá barnæskunni við Breiðafjörð til baráttunnar við sterkustu menn heims frá öllum heimshornum. Einnig eru tekin viðtöl, bæði við fjölskyldu hans, vini og menn sem kepptu við Jón. Þar fer aðdáun fólks á þessum merka íþróttamanni ekki á milli mála. Jón Páll vann hug og hjörtu almúgans og skildi eftir sig djúp spor í þjóðarsálina með skemmtilegri framkomu og undraverðum árangri á heimsmælikvarða. Myndin er kærkominn glaðningur fyrir unnendur Jóns Páls, sem og alla þá sem vilja kynnast þessum litríka íþróttamanni og þjóðarhetju okkar Íslendinga nánar.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Lengd
    110 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Þetta er ekkert mál
  • Alþjóðlegur titill
    Larger Than life
  • Framleiðsluár
    2006
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
  • Litur
  • Hljóð
    Dolby Stereo SR

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2006
    Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd sem heimilrdarmynd ársins.

Útgáfur

  • Sena, 2006 - DVD


Stikla