English

Pönkið og Fræbbblarnir

Í kringum 1978, þegar heimurinn rambaði á barmi kjarnorkustyrjaldar og kaldastríðið var í algleymingi, hafði ný bylgja af uppreisnarkenndri tónlist, pönki, farið eins og og eldur í sinu um allan heim (frá 1976-1978 ) en var í rénun. Á hinu saklausa Íslandi varð hins vegar lítið vart við pönkið en Rússagrýla og kjarnorkuvá voru allsráðandi, auk hafta í viðskiptum, bjórbanni og svarthvítu sjónvarpi sex daga vikunnar. Diskótónlist réð ríkjum og fólk strögglaðist áfram í lífsgæðakapphlaupinu í verðbólguóðu þjóðfélagi.

Svo gerðist það að tónleikar voru haldnir um mitt ár 1978 með hljómsveit sem hét The Stranglers og lítil pönkbylgja fór af stað. Á haustmánuðum kom svo fram hljómsveit sem bar nafnið Fræbbblarnir og hélt eina tónleika í hálfgerðu gríni. Gamanið borgaði sig, því fljótlega urðu Fræbbblarnir alvöru pönksveit og sú eina sem starfaði í landinu samfellt við mikinn mótbyr diskóliðsins og fjölmiðla - eða þangað til 1980 þegar sprengjan sprakk. Upp spruttu smábönd í öðrum hverjum bílskúr svo undir tók í landinu.

Fræbbblarnir voru fyrstir en byltingin vill oft éta börnin sín, aðrar sveitir stormuðu fram og fengu alla athyglina á meðan Fræbbblunum var ýtt pent til hliðar. Hljómsveitin gafst þó ekki upp og hefur starfað með hléum til dagsins í dag og má segja að sá neisti sem sveitin kveikti, hafi orðið að því mikla tónlistarbáli sem logar glatt um heim allan í dag. Pönkið lifir. Frábær heimildamynd um upphaf íslenska pönksins sem var lofuð í hvívetna af gagnrýnendum og er talin vera skylduáhorf af þeim sem láta sig íslenskt tónlistarlíf einhverju varða.

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    4. nóvember, 2004
  • Tegund
    Tónlistarmynd
  • Lengd
    85 mín. 24 sek.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Pönkið og Fræbbblarnir
  • Alþjóðlegur titill
    Punk in Iceland
  • Framleiðsluár
    2004
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    DVCAM
  • Myndsnið
    1.66:1
  • Litur
  • Hljóð
    Stereo
  • Sýningarform og textar
    SP Beta ? textar.

Fyrirtæki

Útgáfur

  • Markell, 2004 - DVD