English

Act Normal

Robert T. Edison er fæddur og uppalinn í Nottingham á Englandi. Þegar hann var fjórtán ára hóf hann að iðka Búddisma. Átján ára gerðist hann munkur og fór til Tælands þar sem hann dvaldi í tíu ár í klaustrum víðsvegar um landið. Hann varð fyrsti Búddamunkurinn á Íslandi þegar hann kom hingað árið 1994 og stofnaði trúfélag Búddista. Fimm árum síðar ákvað Robert að kasta kuflinum og giftast. Eftir að hafa verið munkur í sextán ár þurfti Róbert að takast á við að vera „venjulegur“ einstaklingur í íslensku samfélagi, fá sér vinnu, borga reikninga og takast á við hitt kynið. Eftir fjögur ár í ólgusjó hversdagsins ákvað Róbert að hverfa aftur til Tælands og gerast munkur. Myndin er tekin upp frá árinu 1994 og enduðu tökur í Tælandi í janúar 2006. Í myndinni gefst áhorfendum einstakt tækifæri að sjá ferðalag munks inn í samfélag okkar og hvaða áhrif það hefur á hann.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    1. október, 2006
  • Lengd
    81 mín. 57 sek.
  • Tungumál
    Enska
  • Titill
    Act Normal
  • Alþjóðlegur titill
    Act Normal
  • Framleiðsluár
    2006
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    Digibeta Pal
  • Myndsnið
    16:9
  • Litur
  • Hljóð
    Dolby Stereo SR

Þátttaka á hátíðum

  • 2009
    Dharma in Action Films/Bhuddist Film Festival
  • 2007
    Boulder International Film Festival
  • 2007
    San Jose Cinequest Film Festival
  • 2007
    Jerusalem International Film Festival
  • 2006
    Locarno Film Festival
  • 2006
    Nordisk Panorama
  • 2006
    Nordische Filmtage Lübeck
  • 2006
    Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd sem heimildarmynd ársins.

Útgáfur

  • Myndform, 2006 - DVD