English

Blindsker: Saga Bubba Morthens

Heimildamyndin Blindsker fjallar um atómbombuna Bubba Morthens sem fór jafnt til nokkurra helvíta sem himna og lifði það af. Bubbi sprengdi upp hindranir og undirbjó jarðveginn fyrir óhrædda tónlistarmenn en það gerðist ekki án fórna. Hin gríðarlega togstreita í sál frumkvöðulsins Bubba Morthens gekk öfgaleiðir í allar áttir. Ofsafengin eiturlyfjaneysla barði drenginn úr Vogahverfinu nær til ólífis og þykir það kraftaverki líkast að hann skuli enn vera á lífi.

Í dag þykir Bubbi öllu mildari en áður. Er miðaldra, hallærislegur (að sumum finnst), sáttur, virtur, áhrifamikill einstaklingur í samfélaginu, heldur forvarnarræður, syngur um hvað lífið sé dásamlegt og er skítsama hvað öðrum finnst um það. Hann hefur misst tugi vina í eiturlyf, morð og sjálfsmorð – hann veit því manna best hvað hamingjan er.

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  8. október, 2004
 • Lengd
  110 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Blindsker: Saga Bubba Morthens
 • Alþjóðlegur titill
  Shining Star
 • Framleiðsluár
  2004
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • IMDB
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  DVCAM
 • Litur
 • Hljóð
  Stereo

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2004
  Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Heimildamynd ársins.

Útgáfur

 • Poppoli ehf, 2004 - VHS
 • Poppoli ehf, 2004 - DVD