English

Reykjavík Guesthouse: Rent a Bike

Jóhann er þrítugur gistihússeigandi í miðborg Reykjavíkur sem hefur einangrað sig frá umheiminum í kjölfar fráfalls föður síns. Hann heldur til á gistihúsinu án þess að taka við gestum og hefur skapað sér sína eigin veröld þar sem hann þarf sem minnst að kljást við samfélagið og samborgarana. Inn í hans litlu veröld fléttast Finnur, níu ára gamall nágranni hans, sem á undir högg að sækja frá jafnöldrum sínum og er búsettur hjá rótlausri ömmu sinni. Á milli þeirra myndast sérstakt samband, þar sem þessar tvær einmana sálir tengjast vináttuböndum sem fátt virðist fá rofið.

Um myndina

 • Flokkur
  Kvikmynd
 • Frumsýnd
  25. mars, 2002
 • Tegund
  Drama
 • Lengd
  78 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Reykjavík Guesthouse: Rent a Bike
 • Alþjóðlegur titill
  Reykjavik Guesthouse: Rent a Bike
 • Framleiðsluár
  2002
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • IMDB
 • KMÍ styrkur
 • Myndsnið
  16:9
 • Litur
 • Hljóð
  Stereo
 • Sýningarform og textar
  SP Beta, enskir textar.

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2002
  Montréal World Film Festival Canada
 • 2002
  Filmvergband Sachsen Germany
 • 2002
  Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd fyrir Leikari ársins ( Hilmir Snær Guðnason).

Útgáfur

 • Sam-myndbönd, 2002 - VHS