English

Stella í framboði

Stella og Salomon reka fyrirtækið Framkoma.is og taka að sér yfirhalningar og kenna fólki hvernig á að koma fram. Salomon tekur að sér að umbreyta litlu þorpi og Stella tekur að sér að kenna stjórnmálamönnum framkomu, því kosningar eru á næsta leiti. En fyrir misskilning endar Stella í framboði fyrir Centrum-listann og er skyndilega komin á kaf í pólitík. Stella og allir hinir í fjölskyldu hennar eru með eindæmum seinheppin og ótrúlegir atburðir eiga sér stað á meðan á öllu þessu stendur.

Um myndina

 • Flokkur
  Kvikmynd
 • Frumsýnd
  27. desember, 2002
 • Tegund
  Gaman
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Stella í framboði
 • Alþjóðlegur titill
  Stella for Office
 • Framleiðsluár
  2002
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • IMDB
 • KMÍ styrkur
 • Myndsnið
  1.66:1
 • Litur
 • Hljóð
  Dolby Digital

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2003
  Edduverðlaunin / Edda Awards

Útgáfur

 • Bergvík, 2007 - DVD
 • Sam-myndbönd, 2003 - VHS