English

Í takt við tímann

Í takt við tímann greinir að mestu frá sömu persónum og komu fram í kvikmyndinni Með allt á hreinu, nema hvað nú eru þær persónurnar 22 árum eldri. Í framlínunni eru söngvararnir Kristinn Styrkársson Proppé og Harpa Sjöfn Hermundardóttir, en örlögin réðu því að leiðir þeirra skildu á Þjóðhátíð í Herjólfsdal eins og alþjóð er kunnugt. Stuðmenn eru í upphafi myndar aðeins lítið tríó á hótelbar á Spáni, en vita líka að Ísland er land tækifæranna, þar sem nýsköpunarverkefnin bjóðast hvert sem litið er. Dúddi er löngu hættur að róta og leggur nú stund á öllu andlegri störf og virðist sá eini sem hefur slegið almennilega í gegn. Í ljós kemur að á milli Kristins og Hörpu Sjafnar ríkir einkennileg spenna. Undarlegur atburður varpar algerlega nýju ljósi á samband þeirra og sagan tekur skyndilega áður ófyrirséða stefnu.

Um myndina

  • Flokkur
    Kvikmynd
  • Frumsýnd
    26. desember, 2004, Smárabíó
  • Tegund
    Tónlistarmynd, Gaman
  • Lengd
    95 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Í takt við tímann
  • Alþjóðlegur titill
    Ahead of Time
  • Framleiðsluár
    2004
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    35mm
  • Myndsnið
    1.66:1
  • Litur
  • Hljóð
    Dolby Digital
  • Sýningarform og textar
    35mm filma með enskum textum - SP Beta án texta -

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2006
    Academy Awards - Verðlaun: Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin.