English

Desember

Jonna dreymir um að ná gamla bandinu sínu saman í upptökur á nýrri tónlist og hlakkar til að halda jól í faðmi fjölskyldunnar. En hann uppgötvar fljótlega eftir heimkomuna að allt hefur breyst, heimurinn sem hann þekkti áður stendur á haus. Hans nánasta fjölskylda glímir við veikindi og fjárhagserfiðleika og ástin hans og söngkonan í hljómsveitinni hefur tekið saman við vel stæðan útfararstjóra.

Þegar óvænt áfall ríður yfir þarf Jonni, sem lifði áður áhyggjulausu lífi, að axla ábyrgð og taka málin í sínar hendur, annars á hann á hættu að missa allt sem honum er kærast. Jólin eru á næsta leiti, fjölskyldan sundruð og kærastan í armi annars. Jonni leggur allt undir og gerir övæntingarfullar tilraunir til að redda málunum með misjöfnum og jafnvel grátbroslegum árangri.

Um myndina

 • Flokkur
  Kvikmynd
 • Frumsýnd
  6. nóvember, 2009, Háskólabíó
 • Tegund
  Drama
 • Lengd
  91 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Desember
 • Alþjóðlegur titill
  December
 • Framleiðsluár
  2009
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • IMDB
 • Vefsíða
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  RED
 • Myndsnið
  2.35:1
 • Litur
 • Hljóð
  Dolby

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2016
  Iceland Sounds & Sagas, Turku, Finnlandi
 • 2010
  Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Meðleikkona ársins (Guðrún Gísladóttir). Tilnefnd sem kvikmynd ársins. Tilnefnd fyrir leikkonu ársins í aðalhlutverki (Laufey Einarsdóttir). Tilnefnd fyrir meðleikara ársins (Stefán Hallur Stefánsson). Tilnefnd fyrir Klippingu ársins (Elísabet Rólandsdóttir).
 • 2010
  Puchon IFFF
 • 2010
  Jecheon Intl. Music and Film Festival
 • 2010
  Filmfest Hamburg
 • 2010
  Göteborg International Film Festival - Market Screenings
 • 2010
  Cannes International Film Festival - Market Screenings


Stikla