English

Næsland

Sagan gerist á óræðum stað og segir frá Jed og Chloe sem eru ungt kærustupar og vinna á vernduðum vinnustað. Þau lifa einföldu lífi í borginni, elska hvort annað og finna lífsgleði í litlum hlutum. Þau langar til að byrja að búa saman og jafnvel giftast. Dag einn deyr köttur Chloe og veldur það henni slíku áfalli að hún missir sjónar af tilgangi lífsins og leggst í kör. Jed leggur allt í sölurnar til að leita að því sem dregið getur brosið aftur fram á varir Chloe. Í sjónvarpsþætti sér hann ógæfumanninn Max og sannfærist um að hann búi yfir svarinu. Hann leitar Max uppi og kemur sér fyrir á endurvinnsluhaugunum þar sem hann býr til að kynnast honum og draga upp úr honum „svarið". Samskipti tvíeykisins verða oft ansi snúin sem leiða þá að lokum í átt sem verður til að kveikja vonarneista í brjósti Chloe. Segja má að Næsland sé lokaþátturinn í þríleik Friðriks Þórs Friðrikssonar sem hófst með Börnum náttúrunnar og Englum alheimsins.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Kvikmynd
  • Frumsýnd
    1. október, 2004
  • Tegund
    Drama
  • Lengd
    86 mín.
  • Tungumál
    Enska
  • Titill
    Næsland
  • Alþjóðlegur titill
    Niceland
  • Framleiðsluár
    2004
  • Framleiðslulönd
    Ísland, England, Danmörk, Þýskaland
  • IMDB
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    35mm
  • Myndsnið
    1.85:1
  • Litur
  • Hljóð
    Dolby
  • Sýningarform og textar
    35mm filma án texta - 35mm filma með íslenskum textum - 35mm filma með frönskum textum - SP Beta án texta - DigiBeta án texta -

Þátttaka á hátíðum

  • 2010
    Summer Film School
  • 2010
    Artfilmfest International Film Festival
  • 2010
    Yerevan International Film Festival
  • 2009
    Plus Camerimage Film Festival
  • 2005
    Seattle Int’l Festival
  • 2005
    Cleveland Int’l Festival
  • 2004
    Warsaw Film Festival
  • 2004
    Pusan Int’l Film Festival
  • 2004
    Flanders Int’l Film Festival
  • 2004
    Toronto Film Festival
  • 2004
    Haugesund Film Festival
  • 2004
    Karlovy Vary Film Festival - Verðlaun: Tilnefnd til Crystal Globe verðlaunanna.
  • 2004
    Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Handrit ársins (Huldar Breiðfjörð). Tilnefnd sem bíómynd ársins.

Útgáfur

  • Sam-myndbönd, 2005 - DVD