English

Ísland: bíóland

Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá upphafi kvikmyndagerðar á Íslandi í byrjun tuttugustu aldar til og með árinu 2019. Hver þáttur tekur ákveðið tímabil fyrir, þar sem fjallað er um kvikmyndir þess tíma og valdir kaflar sýndir úr þeim. Farið er yfir inntak þeirra, áherslur, nálgun og aðstæðurnar sem þær eru gerðar í. Vel á annað hundrað viðmælendur koma fram í þáttunum – leikstjórar, framleiðendur, handritshöfundar, leikarar og aðrir kvikmyndagerðarmenn auk fjölmargra innlendra og erlendra kvikmyndasérfræðinga.

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  14. mars, 2021
 • Lengd
  580 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Ísland: bíóland
 • Alþjóðlegur titill
  Iceland: filmland
 • Framleiðsluár
  2021
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • Frumsýningarstöð
  RÚV
 • Fjöldi þátta í seríu
  10
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  HD
 • Myndsnið
  16:9
 • Litur
 • Sýningarform og textar
  HD, DCP

FyrirtækiStikla