English

Hvernig á að vera klassa drusla

Karen, lífsreynd sveitapía, kemur á vel pimpaða bílnum sínum að sækja vinkonu sína Tönju, fáláta borgarsnót, sem akkúrat á því augnabliki er að lemja sokkum í andlitið á kærastanum og hætta með honum enn eina ferðina. Þær stöllur halda saman út á land þar sem þær hyggjast vinna á stóru sveitabýli yfir sumarið. Tanja á erfitt með sig eftir sambandsslitin og virðist strax sjá eftir ferðinni en þegar á býlið er komið fellur hún fljótt fyrir myndarlegum sveitapilti þar á bæ. Hins vegar þegar tilraunir hennar til að heilla piltinn upp úr skónum misheppnast herfilega byrjar hún að dást að því hvernig Karen virðist geta sofið hjá hverjum sem er án væntinga eða eftirmála. Tanja biður því Karen um að kenna sér að vera eins og hún. Kenna henni hvernig á að vera klassa drusla.

Um myndina

  • Flokkur
    Kvikmynd
  • Frumsýnd
    5. febrúar, 2021, Háskólabíó, Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó
  • Tegund
    Gaman
  • Lengd
    88 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Hvernig á að vera klassa drusla
  • Alþjóðlegur titill
    How to be a Classy Tramp
  • Framleiðsluár
    2021
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Litur

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2022
    Chennai International Film Festival
  • 2022
    Nordic Lights Film Festival
  • 2021
    Oulo International Children‘s and Youth Film Festival