English

Þriðji Póllinn

Þriðji Póllinn er áhrifarík heimildarmynd um geðhvörf sem fylgir eftir ferðalagi þeirra Högna Egilssyni, tónlistarmanni og Önnu Töru Edwards, um framandi slóðir í Nepal. Þriðji Póllinn er ekki hefðbundin fræðslumynd heldur veitir hún innsýn í hugsun og veruleika tveggja einstaklinga sem hafa glímt við sama sjúkdóm. Þetta er ferðasaga, mynd um óvænta vináttu og hreinskilin og opin umræða um hvað það þýðir að vera með geðsjúkdóm og að vera aðstandandi.

Anna Tara er íslensk kona sem ólst upp í frumskógum Nepals innan um tígrisdýr og nashyrninga. Hún veiktist af geðhvörfum upp úr tvítugu og missti móður sína úr sama sjúkdómi. Þegar Högni steig fram með sín veikindi ákvað Anna Tara að feta sömu leið, eftir að hafa lifað í skugga veikindanna um árabil, og skora skömmina á hólm. Hún ákvað þá að efna til tónleika til vitundarvakningar um geðsjúkdóma í Kathmandu, höfuðborg Nepals og fékk Högna til að spila á tónleikunum. Fyrir ágóðann var síðan opnuð hjálparlína fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum í Nepal.

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  25. september, 2020, Háskólabíó
 • Lengd
  80 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Þriðji Póllinn
 • Alþjóðlegur titill
  The Hero's Journey to the Third Pole
 • Framleiðsluár
  2020
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur
 • Litur
 • Sýningarform og textar
  DCP

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2020
  Reykjavík International Film Festival (RIFF)