English

Even Asteroids Are Not Alone

Við svífum um geiminn líkt og fljúgandi loftsteinar og tengjumst öðrum flugmönnum sterkum böndum. Hundruðir þúsunda leikmanna grafa eftir málmum, stunda viðskipti og berjast hverjir við aðra í tölvugerðum vetrarbrautum langt, langt í burtu frá heiminum eins og við þekkjum hann. Í hinni víðáttumiklu og fjandsamlegu veröld Nýju Eden er engum treystandi. En hvernig eignast maður vini í fjarlægum víddum himingeimsins? Í þessum 21. aldar óði til möguleika tölvuleikja á að búa til ný samfélög og brúa bilið á milli okkar, tvinnast reynslusögur fjórtán Eve Online spilara saman við stafrænu pláneturnar, geimflaugarnar og sólirnar sem umvefja þá alla jafna í leiknum sjálfum.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd erlendis
  6. maí, 2018, Search Results Web result with site links ethnocineca – International Documentary Film Festival Vienna
 • Tegund
  Tilraunamynd
 • Lengd
  17 mín. 9 sek.
 • Tungumál
  Íslenska, Enska
 • Titill
  Even Asteroids Are Not Alone
 • Alþjóðlegur titill
  Even Asteroids Are Not Alone
 • Framleiðsluár
  2018
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • IMDB
 • KMÍ styrkur
  Nei
 • Myndsnið
  16:9
 • Litur
 • Hljóð
  Stereo

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2020
  RAI@USC 2020 Festival
 • 2019
  Cinema Perpetuum Mobile Festival
 • 2019
  RAI Film Festival (Royal Anthropological Institute) - Verðlaun: Myndin hlaut verðlaun hinnar konunglegu mannfræðistofnunar í Bretlandi fyrir bestu stuttmyndina
 • 2019
  Days of Ethnographic Film
 • 2019
  transmediale
 • 2018
  Berlin Sci-Fi Filmfest
 • 2018
  NAFA Film Festival
 • 2018
  Skjaldborg
 • 2018
  ethnocineca – International Documentary Film Festival Vienna


Stikla