English

Gósenlandið - íslensk matarhefð og matarsaga

Í myndinni er íslenska matarsagan sögð með hjálp Elínar Methúsalems-dóttur og fjölskyldu hennar. Elín sat sem barn við hlóðirnar í burstabænum að Bustarfelli og tók þar síðar við búsforráðum og fluttist á sjöunda áratug í nýtískulegt hús við hliðina á því gamla. Núverandi ábúendur, dóttir, tengdasonur og dóttursonur lögðu sinn skerf til myndgerðarinnar.
Eftir því sem samtalið við Elínu gefur tilefni til, eru héruð lands heimsótt til að fylla frásögnina og bæta í; en þó er fylgt vissu munstri undir eftirfarandi kaflaheitum: Mjólkurmatur, Kjötmeti, Fiskmeti, Hlunnindafæði, Grænmeti og rótarávextir, Kornmeti og sykur. Talað er við matarframleiðendur af ýmsu tagi; sjómenn, bændur, iðntæknifræðinga, matarverkfræðinga, matreiðslumenn, jafnt sem fræðimenn ýmis konar; sagnfræðinga, næringafræðinga, matreiðslubókarhöfunda.
Þegar fjöldaframleiðsla og alþjóðavæðing hefur endanlega haslað sér völl, vísar andi tíma okkar í andsvari til þess sem var, til hins staðbundna.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    17. október, 2019, Bíó Paradís
  • Lengd
    97 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Gósenlandið - íslensk matarhefð og matarsaga
  • Alþjóðlegur titill
    The Bountiful Land - Icelandic Food Tradition and Food History
  • Framleiðsluár
    2019
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    HD
  • Myndsnið
    16:9
  • Litur
  • Hljóð
    Stereo
  • Sýningarform og textar
    DCP, enskur texti

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2020
    Nordische Filmtage Lübeck