English

Síðasta haustið

Þar sem vegurinn endar lengst norður á Ströndum stendur bærinn Krossnes. Þar hefur fjárbúskapur verið stundaður kynslóð fram af kynslóð í hundruðir ára. Úlfar bóndi er jafn mikill hluti af landslaginu eins og Krossnesfjallið sjálft. Þetta er síðasta haustið sem hann og Oddný kona hans smala fé sínu í réttir og þar með endar búskapur í Krossnesi á Ströndum. Enn eimir eftir af gamla Íslandi en síðustu bændurnir sem stunda búskaparhætti að gömlum sið munu brátt heyra sögunni til.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  30. september, 2019, Bíó Paradís
 • Frumsýnd erlendis
  1. júlí, 2019, Karlovy Vary
 • Lengd
  78 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Síðasta haustið
 • Alþjóðlegur titill
  The Last Autumn
 • Framleiðsluár
  2019
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  16mm
 • Myndsnið
  16:9
 • Litur
 • Sýningarform og textar
  DCP með enskum textum, Dolby 5.1

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2019
  Karlovy Vary International Film Festival
 • 2019
  Riga International Film Festival
 • 2019
  Dok Leipzig