English

Nýr dagur í Eyjafirði

Stuttmyndin Nýr dagur í Eyjafirði er byggð á samnefndu ljóði eftir Halldór Laxness Halldórsson og hverfist um Aron, karlmann á fertugsaldri. Myndin er ljóðræn framsetning á fegurð og harmi og tilraunum söguhetjunnar til að fylla upp í
merkingarleysi og tómarúm með því að máta sig við staðalímyndir. Einlægni hefur vikið fyrir neysluhyggju og karlmannlegum klisjum og Aron er fangi lífernis sem þrengir að honum á allan hátt. Við fyrstu sýn virðist það passa honum vel, jafnvel of
vel. Þegar betur er að gáð leynist hins vegar ýmislegt undir yfirborðinu. Áhorfendur fylgja söguhetjunni í gegnum rússíbanareið og sjá mismunandi augnablikum bregða fyrir. Sum eru merkingarþrungnari en önnur en saman mynda þau eina heild líkt og bitar í púsluspili. Ferðalagið endar upp í Eyjafirði þar sem yfirborðsmennskan fær að
víkja og lífið fær tilgang á ný.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Stuttmynd
 • Frumsýnd
  16. nóvember, 2018, Bíó Paradís
 • Titill
  Nýr dagur í Eyjafirði
 • Alþjóðlegur titill
  Dovetail
 • Framleiðsluár
  2018
 • KMÍ styrkur
 • Litur

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2020
  Minimalen Short Film Festival - Verðlaun: Besta norræna myndin
 • 2019
  Icelandic Edda Awards - Verðlaun: Besta stuttmyndin


Stikla