English

Undir halastjörnu

Biblíusagan af Júdasi er endursögð út frá raunverulegum atburðum sem áttu sér stað á Íslandi árið 2004. Við kynnumst þremur æskuvinum í Eistlandi – Mihkel, Veeru og Igor – þegar heimaland þeirra er að losna undan Sovétríkjunum. Fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði þeirra er Ísland. Ísland verður tákn um von og framtíð.

Tuttugu árum seinna heldur sagan áfram. Igor hefur flutt til Íslands nokkrum árum áður og sagt Mihkel frá möguleikunum sem þar bjóðast. Mihkel og Veera eru par og hafa ákveðið að flytja líka og hefja nýtt líf. Igor fær Mihkel til að flytja amfetamínbasa til Tallinn og fá greitt fyrir frá spilltum presti sem er samstarfsmaður Igors þar. Í stað þess að fá greitt er hann neyddur til að gleypa 70 hylki af eiturlyfjum og fara með til Íslands.

Á Íslandi taka á móti honum Igor og félagar hans, þeir Jóhann og Bóbó. Á næstu dögum kemur í ljós að lyfin ganga ekki niður af Mihkel. Hann verður sífellt veikari og spennan í hópnum ágerist. Að lokum deyr Mikhel, í óráði og sárþjáður.

Dauði Mihkels veldur hinum miklum vandræðum: Bóbó stingur af til móður sinnar á Neskaupstað en Jóhann og Igor pakka líkinu af Mihkel í jeppa og halda í martraðarkennda ferð gegnum vetrarmyrkrið austur á land. Saman losa þeir sig við líkið útí íslkalt Atlantshafið.

Sjá streymi

Um myndina

  • Flokkur
    Kvikmynd
  • Frumsýnd
    12. október, 2018, Smárabíó
  • Frumsýnd erlendis
    6. október, 2018, Busan International Film Festival
  • Tegund
    Drama
  • Lengd
    105 mín.
  • Tungumál
    Íslenska, Enska, Eistneska
  • Titill
    Undir halastjörnu
  • Alþjóðlegur titill
    Mihkel
  • Framleiðsluár
    2018
  • Framleiðslulönd
    Ísland, Noregur, Eistland
  • IMDB
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    Arri Alexa
  • Myndsnið
    1.85:1
  • Litur
  • Hljóð
    Dolby Digital
  • Sýningarform og textar
    DCP, enskur texti.

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2018
    Busan International Film Festival
  • 2018
    Warsaw Film Festival