English

Engir draugar

Rán, 8 ára þægileg stúlka með óþægilega fortíð fer í barnaafmæli í fylgd Dýra, föður síns. Rán er í sjálfskipuðu þagnarbindindi og heldur sig til hlés á meðan hinir krakkarnir leika sér. Dýri er bugaður og í samtali við móður afmælisbarnsins lýsir hann áhyggjum sínum af dóttur sinni, hvernig hún virðist vera að loka sig af. Hann er hræddur um að hún geti ekki tekið á nýliðnum atburðum og efast um að geta hjálpað henni að skilja hvað hefur gerst. Afmælisbarnið tekur upp á því að biðja Rán að taka þátt í feluleik og hún virðist samþykja með þögn sinni að leita. Þegar krakkarnir hafa falið sig á víð og dreif um húsið, laumast hún hinsvegar hljóðlega út á sokkaleistunum, haldandi í spotta draugalegrar afmælisblöðru sem hún teymir með sér og gengur að gamla húsi fjölskyldunnar sem hefur brunnið til kaldra kola. Þar hittir hún drauginn Hauk, bróður sinn sem lést í eldsvoðanum. Á meðan systkinin leika sér í feluleik eins og forðum, gera foreldrarnir dauðaleit af henni í afmælinu. Þau ræða svo atburði og málefni sem erfitt er að spjalla um við fullorðna fólkið en þegar Dýri kemur loks og finnur Rán situr hún ein þar sem augnabliki áður þau voru tvö, hún og bróðir hennar. Dýri sest við hlið dóttur sinnar og minnist á drauginn hennar Ránar, blöðruna sem nú er orðin algerlega loftlaus og liggur í sótinu frammi. Rán brýtur þagnarbindindið og leiðréttir pabba sinn: “það eru engir draugar”.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Stuttmynd
 • Frumsýnd
  29. september, 2017, Háskólabíó
 • Tegund
  Fjölskyldu- og barnamynd, Drama
 • Lengd
  16 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Engir draugar
 • Alþjóðlegur titill
  No Ghosts
 • Framleiðsluár
  2017
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • IMDB
 • KMÍ styrkur
 • Myndsnið
  2.39:1
 • Litur
 • Hljóð
  Stereo
 • Sýningarform og textar
  DCP, enskur texti.

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2017
  Reykjavík International Film Festival
 • 2017
  Nordisk Panorama