English

Goðsögnin FC Kareoki

FC Kareoki er elsta mýrarboltalið Íslands, allir liðsmenn komnir á fertugsaldurinn og komnir með fjölskyldur. Í liðinu er hagfræðingur frá Seðlabankanum, veitingarhúsaeigandi, bæjarstarfsmaður og smiður svo eitthvað sé nefnt. Þeir hafa gaman að velta sér í drulluni einu sinni á ári og hafa verið að því s.l. 10 ár þegar þeir óvænt vinna keppnina á Ísafirði og verða Evrópumeistarar. Þar sem til stendur að leggja skónna á hilluna ákveða þeir að enda ferilinn á heimsmeistaramótinu í Ukkohalla í Finlandi. Þá tekur við að smala saman liði til að fara út, það gengur ekki áfallalaust en tekst að lokum. Reglurnar og umgjörðin eru ólíkar í Finlandi, vellirnir eru mikið stærri og leikirnir eru 20 min. en ekki 16min. eins og þeir eru vanir. Þannig það er á brattann að sækja ef þeir ætla að verða heimsmeistarar. Goðsögnin FC Kareoki er gamansöm mynd um jaðaríþróttina mýrarbolta þar sem það á að vera jafn gaman innan sem og utan vallar.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    4. júní, 2017
  • Lengd
    73 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Goðsögnin FC Kareoki
  • Alþjóðlegur titill
    The Legend of FC Kareoki
  • Framleiðsluár
    2017
  • Framleiðslulönd
    Ísland, Þýskaland
  • KMÍ styrkur
  • Myndsnið
    16:9
  • Litur
  • Sýningarform og textar
    DCP

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2017
    Skjaldborg


Stikla